Um verslunina

Vefurinn brodir.is var fyrst opnaður af hjónunum Maríu Önnu Clausen og Ólafi Vigfússyni og var rekinn af þeim í tæpan áratug. Vefurinn hefur í gegnum árin verið helsti sölustaður á ýmsum vörum, miðuðum að Frímúrurum, svo sem höttum, hönskum, hnöppum og fleira.

Árið 2022 ákváðu þau að hætta rekstri hans og gefa lager, veffang og nafn til Frímúrarareglunnar á Íslandi. Þeim er þakkað fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Nú hefur verið opnaður endurbættur vefur á sama léni, sem nú er rekinn af vinnuhóp innan Frímúrarareglunnar.

Skilmálar

Vefurinn brodir.is er í eigu Frímúrarareglunnar á Íslandi. Kt. 560169–6989. Bríetartún 3, 105 Reykjavík. (+354) 510 7800 — brodir@frimurarareglan.is.

Frímúrarareglan á Íslandi áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru
Allar pantanir eru afgreiddar innan viku eftir pöntun, skv. samkomulagi og pöntun. Sé varan ekki til á lager mun fulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.

Að skipta og skila vöru
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um neytendakaup nr.48/2003 og laga um neytendasamninga.

Trúnaður (öryggisskilmálar)
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.